Lánasjóður landbúnaðarins

Föstudaginn 06. maí 2005, kl. 16:25:04 (8166)


131. löggjafarþing — 124. fundur,  6. maí 2005.

Lánasjóður landbúnaðarins.

786. mál
[16:25]

Frsm. minni hluta landbn. (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það voru engin rök færð fyrir því hvers vegna ekki mátti senda málið til skriflegra umsagna, því var bara einfaldlega hafnað.

Það má vel vera að sjóðurinn hafi brugðist seint við breyttum aðstæðum. Það má vel vera. En í landbúnaðarnefnd voru engir aðrir möguleikar formlega ræddir um hvernig mætti taka á rekstri sjóðsins eða (Gripið fram í.) einstökum verkefnum hans, nema þá að minnst var á að einhver verkefni gætu farið frá honum til Byggðastofnunar, (Gripið fram í.) það er alveg rétt.