Lánasjóður landbúnaðarins

Föstudaginn 06. maí 2005, kl. 16:50:07 (8176)


131. löggjafarþing — 124. fundur,  6. maí 2005.

Lánasjóður landbúnaðarins.

786. mál
[16:50]

Frsm. meiri hluta landbn. (Drífa Hjartardóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil bara halda því til haga að loðdýrabændur hafa ekki aðeins fengið fyrirgreiðslu í gegnum Lánasjóð landbúnaðarins heldur hefur það líka verið gert beint úr ríkissjóði á fjárlögum og mjög oft og mikið og myndarlega. Sem betur fer er staða þeirra miklu betri einmitt vegna þess að ríkissjóður hefur komið að því að hjálpa þeim oft í erfiðri stöðu. Ég vildi bara halda því til haga að það er ekki aðeins í gegnum Lánasjóð landbúnaðarins.