Lánasjóður landbúnaðarins

Föstudaginn 06. maí 2005, kl. 17:39:07 (8185)


131. löggjafarþing — 124. fundur,  6. maí 2005.

Lánasjóður landbúnaðarins.

786. mál
[17:39]

Frsm. meiri hluta landbn. (Drífa Hjartardóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er komið að lokum umræðu um málið. Ég vil þakka nefndarmönnum fyrir ágætt starf.

Ég vil svara einu sem hv. þm. Guðjón A. Kristjánsson kom inn á varðandi lántakendur sjóðsins, sem hann hefði trúlegast heyrt ef hann hefði verið við umræðuna í dag. (GAK: Ég hlustaði á megnið af henni, nema þegar ég var á fundi forseta.) Það hefur ekki verið hægt að greina að það sé meiri vandi á einu svæði en öðrum hjá lántakendum hjá Lánasjóði landbúnaðarins, heldur hefur hann verið miklu meiri á milli greina og hefur loðdýraræktin helst átt undir högg að sækja.

Eins og fram hefur komið eru bændur mjög skilvísir greiðendur í sjóðinn og það er ekki mikið um töp hjá Lánasjóði landbúnaðarins.