Lánasjóður landbúnaðarins

Þriðjudaginn 10. maí 2005, kl. 22:17:33 (8503)


131. löggjafarþing — 131. fundur,  10. maí 2005.

Lánasjóður landbúnaðarins.

786. mál
[22:17]

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Hér stendur til að samþykkja lög sem fela í sér að einkavæða og selja Lánasjóð landbúnaðarins, sjóð sem hefur þjónað atvinnuveginum, landbúnaðinum, um áratugi og hefur fyrsta veðrétt í nánast öllum jörðum á Íslandi. Ekki hefur frekar verið kveðið á um hvernig tekið verður á fjármálaþjónustu við þau bú og þá bændur sem ekki hafa samkeppnisstöðu til að fá viðskipti á almennum markaði. Það er heldur ekki ljóst hvernig farið skuli með þær skuldbindingar, áratuga skuldbindingar, sem bændur eiga við sjóðinn. Frumvarpið og þessi ákvörðun er afar flaustursleg og óábyrg.

Við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs erum andvíg þessum vinnubrögðum og þessari afgreiðslu og segjum því nei.