Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 09. desember 2004, kl. 11:06:07 (3103)


131. löggjafarþing — 54. fundur,  9. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[11:06]

Frsm. 1. minni hluta efh.- og viðskn. (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður má þakka fyrir að ég noti ekki orð eins og grístittur um ýmsa þingmenn og hæstv. ráðherra en ég er bara kurteisari en svo að ég geri það.

Staðreyndin er þessi: Hv. þm. Pétur H. Blöndal hefur verið að berjast fyrir miklum skattalækkunum. Nú segir hann: Sjáið þið hverju ég hef náð fram. Það er verið að lækka þennan skatt og það er verið að lækka þennan skatt og samtals eru þetta skattalækkanir upp á x milljarða. En það er hann sjálfur sem verður niðurlútur þegar hann sér hverjar hinar raunverulegu efndir eru. Þá kemst hann að því að hann er að lækka skatta núna fyrir lok ársins 2005 sem nema samtals 5,6–6,6 milljörðum kr. Á sama tíma er hann að hækka ýmsa feluskatta og koma á ýmsum laumusköttum sem nema samtals 8 milljörðum. Hann er að auka skattheimtuna í þjóðfélaginu.

Má ég benda hv. þingmanni t.d. á leiðara Viðskiptablaðsins í síðustu viku þar sem tekið er undir nákvæmlega þetta viðhorf?