Tekjuskattur og eignarskattur

Föstudaginn 10. desember 2004, kl. 10:20:29 (3379)


131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[10:20]

sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Herra forseti. Þessar skattalækkanir eru sigur hins venjulega vinnandi fjölskyldufólks og þess fólks sem komið er á efri ár. Ríkisstjórnin hefur vissulega heyjað fyrir þessum skattalækkunum. Hún hefur gert það með því að auka hagvöxt. Það eina sorglega við þetta mál er að Samfylkingin hefur glatað tækifærinu til að uppfylla kosningaloforð sín um skattalækkanir. Það hefur ríkisstjórnin ekki gert. Ég segi því já, herra forseti.