Tekjuskattur og eignarskattur

Föstudaginn 10. desember 2004, kl. 10:23:16 (3381)


131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[10:23]

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Þessar breytingar sem eru að fara í gegnum þingið eru ekki skattbreytingar, heldur skattabylting. Þetta er gríðarlegur sigur fyrir hið venjulega vinnandi fólk í landinu. Það sem þessi umræða og afgreiðsla sýnir svo að ekki verður um villst, virðulegi forseti, er að búið er að afhjúpa skattpíningarflokkana, Samfylkinguna og Vinstri græna. Ekki aðeins berjast þeir með oddi og egg gegn öllum skattalækkunum, heldur nota þeir tækifærið til að hækka skatta og gjöld þar sem þeir hafa tækifæri til. Þá vísa ég til hússins hinum megin við Vonarstrætið, og sérstaklega hækka þeir gjöldin á þeim skjólstæðingum sem minnst mega sín. Þingmaðurinn segir já.