Tekjuskattur og eignarskattur

Föstudaginn 10. desember 2004, kl. 10:42:37 (3395)


131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[10:42]

Drífa Hjartardóttir (S):

Hæstv. forseti. Eitt helsta baráttumál til margra ára er nú að verða að veruleika. Þetta er skemmtilegur dagur, stórkostlegur dagur og þetta eru stórkostlegar breytingar fyrir allt venjulegt fólk í landinu. Það er ekki nema von að stjórnarandstaðan sé pirruð og súr í dag. Ég segi já, hæstv. forseti.