Fundargerð 131. þingi, 6. fundi, boðaður 2004-10-11 15:00, stóð 15:00:04 til 18:26:18 gert 12 9:9
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

6. FUNDUR

mánudaginn 11. okt.,

kl. 3 síðdegis.

Dagskrá:

Fjarvistarleyfi:


Varamenn taka þingsæti.

[15:02]

Forseti las bréf þess efnis að Örlygur Hnefill Jónsson tæki sæti Einars Más Sigurðarsonar, 7. þm. Norðaust., Ásta Möller tæki sæti Davíðs Oddssonar, 2. þm. Reykv. n., Katrín Fjeldsted tæki sæti Sigurðar Kára Kristjánssonar, 10. þm. Reykv. n., og Böðvar Jónsson tæki sæti Guðjóns Hjörleifssonar, 5. þm. Suðurk.

Böðvar Jónsson, 5. þm. Suðurk., undirritaði drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.


Tilkynning um kosningu embættismanna fastanefnda.

[15:05]

Forseti kynnti kosningu embættismanna fastanefnda:

Allsherjarnefnd: Bjarni Benediktsson formaður og Jónína Bjartmarz varaformaður.

Efnahags- og viðskiptanefnd: Pétur H. Blöndal formaður og Dagný Jónsdóttir varaformaður.

Félagsmálanefnd: Siv Friðleifsdóttir formaður og Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður.

Fjárlaganefnd: Magnús Stefánsson formaður og Einar Oddur Kristjánsson varaformaður.

Heilbrigðis- og trygginganefnd: Jónína Bjartmarz formaður og Drífa Hjartardóttir varaformaður.

Iðnaðarnefnd: Birkir J. Jónsson formaður og Einar Oddur Kristjánsson varaformaður.

Landbúnaðarnefnd: Drífa Hjartardóttir formaður og Magnús Stefánsson varaformaður.

Menntamálanefnd: Gunnar Birgisson formaður og Dagný Jónsdóttir varaformaður.

Samgöngunefnd: Guðmundur Hallvarðsson formaður og Hjálmar Árnason varaformaður.

Sjávarútvegsnefnd: Guðjón Hjörleifsson formaður og Birkir J. Jónsson varaformaður.

Umhverfisnefnd: Guðlaugur Þór Þórðarson formaður og Magnús Stefánsson varaformaður.

Utanríkismálanefnd: Sólveig Pétursdóttir formaður og Siv Friðleifsdóttir varaformaður.


Tilkynning um dagskrá.

[15:06]

Forseti gat þess að um kl. 3.30 færi fram utandagskrárumræða að beiðni hv. 4. þm. Suðurk.

[15:06]

Útbýting þingskjala:


Fyrirspurnir til ráðherra skv. 7. mgr. 49. gr. þingskapa.


Ályktun ASÍ um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar.

[15:08]

Spyrjandi var Össur Skarphéðinsson.


Norsk-íslenski síldarstofninn.

[15:16]

Spyrjandi var Steingrímur J. Sigfússon.


Landssíminn.

[15:24]

Spyrjandi var Sigurjón Þórðarson.


Verkfall kennara og stofnun Hávallaskóla.

[15:27]

Spyrjandi var Björgvin G. Sigurðsson.


Kosning aðalmanns í landskjörstjórn í stað Elsu S. Þorkelsdóttur til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, skv. 12. gr. laga nr. 24 16. maí 2000, um kosningar til Alþingis.

Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosin væri án atkvæðagreiðslu:

Ingibjörg Þorsteinsdóttir lögfræðingur, Bifröst.


Fjáraukalög 2004, frh. 1. umr.

Stjfrv., 76. mál. --- Þskj. 76.

[15:36]


Málefni aldraðra, frh. 1. umr.

Stjfrv., 85. mál (gjald í Framkvæmdasjóð). --- Þskj. 85.

[15:37]


Stéttarfélög og vinnudeilur, frh. 1. umr.

Frv. GAK, 5. mál (lausir kjarasamningar). --- Þskj. 5.

[15:38]


Umræður utan dagskrár.

Skipun nýs hæstaréttardómara.

[15:39]

Málshefjandi var Lúðvík Bergvinsson.


Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf., frh. 1. umr.

Frv. SJS og JBjarn, 4. mál (frestun á sölu). --- Þskj. 4.

[16:13]

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.

Út af dagskrá voru tekin 6. og 7. mál.

Fundi slitið kl. 18:26.

---------------