Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 256. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 274  —  256. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um útlán banka og sparisjóða.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hversu mikið hafa bankar og sparisjóðir lánað til fasteignakaupa einstaklinga annars vegar og endurfjármögnunar hins vegar frá 23. ágúst til 1. nóvember og hversu margir voru lántakendur í hvorum flokknum fyrir sig?
     2.      Hve mikið af heildarlánveitingum til einstaklinga á þessu tímabili var yfir eftirgreindum fjárhæðum og hversu margir lántakendur fengu þau lán:
              a.      12 millj. kr.,
              b.      15 millj. kr.,
              c.      18 millj. kr.?
     3.      Hver var staðan á yfirdráttarlánum einstaklinga í upphafi þessa árs, 1. september sl. og 1. nóvember sl.?
     4.      Telur ráðherra að mikil útlán banka og sparisjóða ógni stöðugleika í efnahagslífinu og að bregðast þurfi við til að sporna við þenslu?


Skriflegt svar óskast.