Lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði

Þriðjudaginn 14. febrúar 2006, kl. 14:31:51 (4884)


132. löggjafarþing — 66. fundur,  14. feb. 2006.

Lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði.

520. mál
[14:31]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð að byrja á því að segja að ég er ekki sammála því sem kom fram í ræðu hæstv. ráðherra þar sem hann gaf í skyn að Borgfirðingar vissu ekki hvað þeir væru að skrifa undir í undirskriftalistasöfnun sinni gegn þessum áformum hæstv. dómsmálaráðherra. Ég er á því að fólkið viti fullvel hvað það meinar þegar það ritar nafn sitt á þessa lista.

Ég ætlaði að beina eftirfarandi spurningu til hæstv. dómsmálaráðherra, sem varðar greiningardeildina sem ég furða mig reyndar á að skuli ekki heita öryggislögregla. Nú kemur fram í þessu frumvarpi að það eigi ekki að leiða til aukins kostnaðar en samt sem áður er verið að setja á stofn nýja deild. Hvaðan eiga fjármunir að koma? Margir utan af landi óttast að það verði einmitt niðurskurður á landsbyggðinni, á löggæslunni þar, og sparaður peningur sem á síðan að nota til að efla hér einhverja öryggislögreglu (Forseti hringir.) í Reykjavík.