Lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði

Þriðjudaginn 14. febrúar 2006, kl. 14:34:54 (4887)


132. löggjafarþing — 66. fundur,  14. feb. 2006.

Lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði.

520. mál
[14:34]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður gefur sér þá forsendu að hér eigi að stofna öryggislögreglu og þess vegna vanti peninga. Það er bara ekki í þessu frumvarpi. Það er í hugarheimi þingmannsins. Það stendur ekki neitt um það í þessu frumvarpi þannig að ef þingmaðurinn gefur sér ranga forsendu kemst hann að sjálfsögðu að rangri niðurstöðu um frumvarpið. (SigurjÞ: Hvaðan eiga peningarnir að koma?)