Lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði

Þriðjudaginn 14. febrúar 2006, kl. 17:21:39 (4922)


132. löggjafarþing — 66. fundur,  14. feb. 2006.

Lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði.

520. mál
[17:21]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég mun ekki svara þessum þingmanni meðan hann nálgast viðfangsefni sitt á þennan hátt. Hann getur verið alveg viss um að ég mun ekki svara neinni spurningu frá honum meðan hann nálgast viðfangsefni sitt þannig. Ég get hins vegar sagt honum það núna að þegar hann er farinn að dylgja um að þjóðskráin sé eitthvert tæki sem sé hættulegt líka, að þá finnst mér vera komið út fyrir allan þjófabálk.