Lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði

Þriðjudaginn 14. febrúar 2006, kl. 17:23:13 (4924)


132. löggjafarþing — 66. fundur,  14. feb. 2006.

Lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði.

520. mál
[17:23]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef svarað hv. þingmanni og hef ekkert við svar mitt að bæta. Meðan hann heldur þessum hætti að nálgast viðfangsefnið hér á þennan ómálefnalega hátt þá ætla ég ekki að taka þátt í þeim leik.