Lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði

Þriðjudaginn 14. febrúar 2006, kl. 17:25:35 (4927)


132. löggjafarþing — 66. fundur,  14. feb. 2006.

Lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði.

520. mál
[17:25]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú erum við komin inn á mjög flókna og erfiða umræðu sem ekki verður afgreidd hér í svari og andsvari. En ég tel að viðbrögðin við því sem er að gerast í Danmörku eftir birtingu á teikningum í Jyllandsposten verði ekki mætt með auknum lögreglurannsóknum eða með því að efla leyniþjónustu. En það er önnur saga. Það sem ég vil fá nánari skýringar á hjá hæstv. dómsmálaráðherra er hvort hann sjái ástæðu til að efla tengsl og eftirlit af hálfu þingsins og hugsanlega þingnefndar sem hefði slíkt hlutverk með höndum gagnvart rannsóknar- og svokallaðri greiningardeild lögreglunnar. Ég veit að hæstv. ráðherra kom inn á þetta í svari sínu áðan en ég vildi fá nánari skýringar á hugmyndum hans um það efni.