Lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði

Þriðjudaginn 14. febrúar 2006, kl. 17:32:55 (4934)


132. löggjafarþing — 66. fundur,  14. feb. 2006.

Lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði.

520. mál
[17:32]
Hlusta

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Er þá ekki rétt hjá mér að draga þá ályktun að það sé til umþóttunar hjá ráðuneytinu að leggja fram frumvarp eins og það sem ég var hér að spyrja hæstv. ráðherra út í? Af því tilefni langar mig til að spyrja hæstv. ráðherra: Er hugsanlegt að það frumvarp verði lagt fram á þessu þingi?