Hlutafélög

Föstudaginn 03. mars 2006, kl. 10:35:09 (5568)


132. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2006.

Hlutafélög.

461. mál
[10:35]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ræða mín er stutt. Það kemur fram í nefndaráliti að ég hafi verið fjarverandi við afgreiðslu málsins. Það var ég vegna jarðarfarar en ég vil lýsa því yfir að ég er samþykkur þessu frumvarpi sem ég tel vera til framfara.