Tekjuskattur

Þriðjudaginn 21. mars 2006, kl. 15:21:44 (6503)


132. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2006.

Tekjuskattur.

623. mál
[15:21]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er góðra gjalda vert hjá hv. þingmanni að vekja máls á þessu hér. Það hefur örugglega ekki farið fram hjá honum að þeirri nefnd sem er að störfum á vegum ríkisstjórnarinnar og Samtaka eldri borgara hefur einmitt verið falið að skoða þær skerðingar sem hv. þingmaður var að vekja athygli á og vænti ég þess að við fáum góða og brúklega niðurstöðu út úr því nefndarstarfi.