132. löggjafarþing — 121. fundur,  3. júní 2006.

olíugjald og kílómetragjald o.fl.

794. mál
[01:15]
Hlusta

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef aðeins eina spurningu til hv. þm. Péturs Blöndals, formanns efnahags- og viðskiptanefndar: Hvernig stendur á því að ekki skuli gengið frá málinu varðandi björgunarsveitirnar eins og talað hefur verið um? Björgunarsveitirnar hafa sótt eftir því að kílómetragjaldið yrði líka fellt niður en því fylgir töluverður kostnaður.

Virðulegur forseti. Ég er ekki alveg viss um að hv. þingmaður taki eftir andsvari mínu og spurningu til nefndarinnar, um hvort þetta hafi ekki komið til tals. Hvers vegna er ekki gengið skrefinu lengra með björgunarsveitirnar, að leggja einnig niður þetta kílómetragjald sem mér skilst að geti verið 5–6 millj. kr.? En í staðinn er björgunarsveitunum gert skylt að setja tæki í bíla sína sem kosta um 70 þús. kr. á hvern bíl. Það eru 200 bílar eða um 14 millj. kr. Hvers vegna var ekki skrefið stigið til fulls?