132. löggjafarþing — 121. fundur,  3. júní 2006.

olíugjald og kílómetragjald o.fl.

794. mál
[01:18]
Hlusta

Frsm. efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég get lítið annað en endurtekið það sem ég sagði áðan. Þetta var gert að ósk björgunarsveitanna. Ég er hissa á að fram hafi komið víðtækari óskir um annað. Hins vegar veit ég ekki til að nokkurt ökutæki fari um þjóðvegi landsins án þess að greiða skatt í einhverju formi.