Skil á fjármagnstekjuskatti

Föstudaginn 04. nóvember 2005, kl. 12:33:27 (1035)


132. löggjafarþing — 15. fundur,  4. nóv. 2005.

Skil á fjármagnstekjuskatti.

36. mál
[12:33]
Hlusta

Flm. (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég kem hér fyrst og fremst upp til að þakka undirtektir hv. þm. Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, formanns þingflokks Frjálslynda flokksins, við þetta þingmál og ítreka að færum við þessa leið má fastlega gera ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs mundu stóraukast. Eins og fram kom í framsöguerindi mínu með þingmálinu hér áðan jukust skatttekjur ríkisins í Svíþjóð um 20% af fjármagnstekjuskattinum við sams konar lagabreytingar og hér er lagt til að Íslendingar og Alþingi samþykki.

Ég þakka fyrir góðar undirtektir við þetta þingmál.