Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

Fimmtudaginn 08. desember 2005, kl. 14:45:30 (2934)


132. löggjafarþing — 39. fundur,  8. des. 2005.

Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

327. mál
[14:45]
Hlusta

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég get mætavel tekið undir með hv. þingmanni um hvað kerfið er flókið og að betra væri að hafa einfaldara kerfi en við stöndum frammi fyrir þeim hagsmunum sem ég gat um og bent hefur verið á að menn séu með ólitaða olíu í samkeppni við litaða olíu sem ekki er borgaður skattur af. Það er sú nauðsyn sem knýr á um samþykkt frumvarpsins núna. Það er svo önnur saga að menn búast við því til framtíðar, eins og ég gat um, að betri lausn finnist á þessu og kannski meiri rökfræði í kerfinu. Það er eiginlega það sem menn bíða eftir. Þessi lög voru sett á sínum tíma eftir mikla umræðu og langa til að gera mögulegt að nota dísilbíla í einkaeign.