Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

Fimmtudaginn 08. desember 2005, kl. 14:49:02 (2937)


132. löggjafarþing — 39. fundur,  8. des. 2005.

Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

327. mál
[14:49]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki alls kostar rétt hjá hv. þingmanni að Vegagerðin borgi þetta beint. Það eru samningar við verktaka, einnig sveitarfélögin, við snjóruðningsaðila, og þeir hafa ekki fengið hækkanir sem nema olíuverðshækkuninni. Þá lendir þetta beint á einstaklingunum eða þeim fyrirtækjunum sem að þessu standa. Ég tel mjög mikilvægt að tekið sé á þessu.

Í öðru lagi, varðandi það sem hv. þingmaður nefndi með hækkun á flutningskostnaðinum. Það var sagt og gert, og mig minnir að hæstv. þáverandi fjármálaráðherra hafi sagt það þegar hann mælti fyrir lögunum, að þetta ætti ekki að verða til hækkunar eða röksemd til hækkunar á flutningsgjöldum út um land eða hvert annað á vegum flutningafyrirtækja.

Mér finnst það vera skylda nefndarinnar, nú þegar verið er að beita þessum rökum fyrir hækkunum á flutningsgjöldum, að kalla til (Forseti hringir.) … hvers vegna?