Fundargerð 132. þingi, 42. fundi, boðaður 2005-12-09 23:59, stóð 19:12:33 til 19:23:27 gert 9 19:31
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

42. FUNDUR

föstudaginn 9. des.,

að loknum 41. fundi.

Dagskrá:


Afbrigði um dagskrármál.

[19:13]


Kosning þriggja manna og jafnmargra varamanna í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar til tveggja ára frá 1. janúar 2006 til 31. desember 2007, skv. ályktun Alþingis 24. ágúst 1881, um reglur um Gjöf Jóns Sigurðssonar, sbr. ályktanir Alþingis 6. maí 1911 og 29. apríl 1974, um breytingar á henni.

[19:13]

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Ólafur Oddsson menntaskólakennari (A),

Ragnheiður Sigurjónsdóttir forstöðukona (B),

Ólafía Ingólfsdóttir skrifstofumaður (A).

Varamenn:

Brynhildur Anna Ragnarsdóttir kennari (A),

Ingibjörg Sigmundsdóttir garðyrkjumaður (B),

Kristjana Sigurðardóttir verslunarstjóri (A).


Kosning þriggja manna og jafnmargra varamanna í stjórn Þjóðhátíðarsjóðs, til fjögurra ára, frá 18. desember 2005 til jafnlengdar 2009, skv. 6. gr. skipulagsskrár sjóðsins nr. 361 frá 30. september 1977, sbr. breytingu á henni nr. 673/2000.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Jónína Michaelsdóttir rithöfundur (A),

Margrét K. Sverrisdóttir framkvæmdastjóri (B),

Björn Teitsson, fyrrverandi skólameistari (A).

Varamenn:

Halldóra Rafnar (A),

Gísli Sverrir Árnason kynningarstjóri (B),

Vigdís Hauksdóttir garðyrkjufræðingur (A).


Kosning aðalmanns í útvarpsráð í stað Ingvars Sverrissonar til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, skv. 7. gr. laga um Ríkisútvarpið nr. 122 30. júní 2000.

Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosin væri án atkvæðagreiðslu:

Lára Stefánsdóttir framkvæmdastjóri.

Þar sem varamaður hafði verið kosinn sem aðalmaður lagði forseti til að kosinn yrði nýr varamaður.

Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosinn væri án atkvæðagreiðslu:

Jakob Frímann Magnússon.


Veiting ríkisborgararéttar, 3. umr.

Frv. allshn., 405. mál. --- Þskj. 560.

Enginn tók til máls.

[19:16]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 631).


Þingfrestun.

[19:16]

Forseti óskaði þingmönnum og starfsliði Alþingis gleðilegra jóla og þakkaði fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Margrét Frímannsdóttir 1. þm. Suðurk., þakkaði fyrir hönd þingmanna og óskaði forseta, skrifstofustjóra og starfsmönnum Alþingis gleðilegs árs.

Forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson las forsetabréf um að fundum Alþingis væri frestað til 17. janúar 2006.

Fundi slitið kl. 19:23.

---------------