Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 196. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 196  —  196. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um Íbúðalánasjóð.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hver má áætla að markaðshlutdeild nýrra lána Íbúðalánasjóðs sé á þessu ári samanborið við síðasta ár, sundurliðað eftir höfuðborgarsvæði og landsbyggð?
     2.      Hversu margir lántakendur eru með eru 4,15% vexti á íbúðalánum eða lægri og hversu margir eru með hærri vexti, þ.e. annars vegar 4,15–4,9% og hins vegar 5% eða hærri?
     3.      Hve stór hluti lántakenda hefur greitt upp lán sín vegna endurfjármögnunar frá 1. ágúst 2004 til 1. október 2005, skipt eftir mánuðum og eftir landsbyggð og höfuðborgarsvæði, og um hve háar fjárhæðir er að ræða?
     4.      Hve miklar voru brúttó- og nettótekjur af vaxtaálagi á sl. ári og áætlaðar tekjur á yfirstandandi ári og hve mikið af tekjunum hefur farið til að greiða rekstrarkostnað annars vegar og tap af útlánum hins vegar?
     5.      Telur ráðherra að svigrúm sé til að lækka vaxtaálag og þar með vexti af lánum Íbúðarlánasjóðs? Ef svo er, hvert er svigrúmið?


Skriflegt svar óskast.