Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 385. máls.
um samráðsskyldu stjórnvalda við samtök fatlaðra.
Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra að skipa nefnd til að móta tillögur um það hvernig samráð stjórnvalda við samtök fatlaðra verði gert skylt og eftir atvikum bundið í lög. Markmiðið verði að við undirbúning allrar löggjafar, setningu reglugerða og stjórnarframkvæmdir sem sérstaklega snerta fatlaða eða hafa áhrif á aðstæður þeirra í samfélaginu verði skylt að hafa samráð við þá í anda kjörorða Evrópusamtaka fatlaðra „ekkert um okkur án okkar“. Í nefndinni eigi sæti fulltrúar tilnefndir af umhverfisráðherra, félagsmálaráðherra, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, fjármálaráðherra, Öryrkjabandalagi Íslands, Sjálfsbjörg og Þroskahjálp, auk formanns sem forsætisráðherra skipar án tilnefningar.
Sem betur fer eru þeir tímar liðnir að fjallað sé um fötlun, svo sem hreyfihömlun, sjóndepru eða heyrnarskerðingu, sem sjúkdóm sem dæmi fólk frá þátttöku í samfélaginu eða geri það að annars flokks borgurum. Almennt er unnið eftir þeirri hugsun að auðvelda beri fötluðum eins og kostur er að lifa og starfa í samfélaginu á sömu forsendum og aðrir. En til þess þarf að ryðja ýmsum hindrunum úr vegi og enn er því miður langt í land, t.d. hvað aðgengismál snertir. Of rík tilhneiging er til að fjalla um málefni fatlaðra, og reyndar margra annarra hópa samfélagsins, að þeim fjarstöddum en krafa fatlaðra er „ekkert um okkur án okkar“. Fatlaðir eru sjálfir dómbærastir á það hvar skórinn kreppir og því er hætt við að farið sé á mis við sérþekkingu ef ekki er haft samráð við þá um málefni sem þá varðar sérstaklega, t.d. við undirbúning löggjafar eða ákvarðanir í skipulagsmálum. Tillagan gerir ráð fyrir því að úr þessu sé bætt og slíkt samráð verði gert skylt og eftir atvikum bundið í lög.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Prentað upp.
Þskj. 454 — 385. mál.
Leiðréttur texti.
Tillaga til þingsályktunar
um samráðsskyldu stjórnvalda við samtök fatlaðra.
Flm.: Guðmundur Magnússon, Jón Bjarnason, Kolbrún Halldórsdóttir,
Steingrímur J. Sigfússon, Þuríður Backman.
Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra að skipa nefnd til að móta tillögur um það hvernig samráð stjórnvalda við samtök fatlaðra verði gert skylt og eftir atvikum bundið í lög. Markmiðið verði að við undirbúning allrar löggjafar, setningu reglugerða og stjórnarframkvæmdir sem sérstaklega snerta fatlaða eða hafa áhrif á aðstæður þeirra í samfélaginu verði skylt að hafa samráð við þá í anda kjörorða Evrópusamtaka fatlaðra „ekkert um okkur án okkar“. Í nefndinni eigi sæti fulltrúar tilnefndir af umhverfisráðherra, félagsmálaráðherra, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, fjármálaráðherra, Öryrkjabandalagi Íslands, Sjálfsbjörg og Þroskahjálp, auk formanns sem forsætisráðherra skipar án tilnefningar.
Greinargerð.
Sem betur fer eru þeir tímar liðnir að fjallað sé um fötlun, svo sem hreyfihömlun, sjóndepru eða heyrnarskerðingu, sem sjúkdóm sem dæmi fólk frá þátttöku í samfélaginu eða geri það að annars flokks borgurum. Almennt er unnið eftir þeirri hugsun að auðvelda beri fötluðum eins og kostur er að lifa og starfa í samfélaginu á sömu forsendum og aðrir. En til þess þarf að ryðja ýmsum hindrunum úr vegi og enn er því miður langt í land, t.d. hvað aðgengismál snertir. Of rík tilhneiging er til að fjalla um málefni fatlaðra, og reyndar margra annarra hópa samfélagsins, að þeim fjarstöddum en krafa fatlaðra er „ekkert um okkur án okkar“. Fatlaðir eru sjálfir dómbærastir á það hvar skórinn kreppir og því er hætt við að farið sé á mis við sérþekkingu ef ekki er haft samráð við þá um málefni sem þá varðar sérstaklega, t.d. við undirbúning löggjafar eða ákvarðanir í skipulagsmálum. Tillagan gerir ráð fyrir því að úr þessu sé bætt og slíkt samráð verði gert skylt og eftir atvikum bundið í lög.