Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 627, 132. löggjafarþing 312. mál: dýravernd (EES-reglur, bann við tilraunum á dýrum við prófun snyrtivara).
Lög nr. 123 19. desember 2005.

Lög um breytingu á lögum um dýravernd, nr. 15/1994.


1. gr.

     Við 1. mgr. 16. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Óheimilt er að nota lifandi dýr við prófun á snyrtivörum.

2. gr.

     Lög þessi eru sett til innleiðingar á tilskipun 2003/15/EB, um breytingu á tilskipun 76/768/EBE, um samræmingu laga aðildarríkjanna um snyrtivörur, sem vísað er til í 1. tölul. XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 70/2004, þann 9. júní 2004.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. desember 2005.