Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 760. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1109  —  760. mál.
Fyrirspurntil heilbrigðisráðherra um blóðgjafir og Blóðbankann.

Frá Valdimar L. Friðrikssyni.     1.      Hversu margir blóðgjafar komu á ári í Blóðbankann árin 2000–2005, hversu mikið blóð var gefið á þessum árum og hver var mesti fjöldi blóðgjafa á einum degi á tímabilinu?
     2.      Hversu mörg stöðugildi voru hjá Blóðbankanum á árunum 2000–2005?
     3.      Hversu marga fermetra hefur Blóðbankinn undir starfsemi sína?
     4.      Er fyrirhugað að endurbæta húsnæði Blóðbankans eða flytja hann í nýtt húsnæði og þá hvenær?


Skriflegt svar óskast.