Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1282, 132. löggjafarþing 711. mál: framhaldsskólar (viðskiptabraut og afnám samræmdra prófa).
Lög nr. 33 10. maí 2006.

Lög um breytingu á lögum um framhaldsskóla, nr. 80/1996, með síðari breytingum.


1. gr.

     2. málsl. 3. mgr. 16. gr. laganna orðast svo: Bóknámsbrautir eru fjórar: félagsfræðabraut, viðskipta- og hagfræðibraut, náttúrufræðabraut og tungumálabraut.

2. gr.

     2. og 3. málsl. 2. mgr. og 4. mgr. 24. gr. laganna falla brott.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 4. maí 2006.