Leynisamningar með varnarsamningnum 1951

Mánudaginn 05. febrúar 2007, kl. 16:09:15 (4256)


133. löggjafarþing — 65. fundur,  5. feb. 2007.

leynisamningar með varnarsamningnum 1951.

[16:09]
Hlusta

Forseti (Rannveig Guðmundsdóttir):

Nú hefst áður boðuð utandagskrárumræða um leynisamninga með varnarsamningnum 1951. Málshefjandi er hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon. Hæstv. utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa en samkomulag er um að hún standi í eina klukkustund og ræðutími skiptist jafnt milli þingflokka, 12 mínútur á flokk. Umferðir verða þrjár, sex mínútur í fyrstu umferð, fjórar mínútur í annarri umferð og tvær mínútur í þriðju umferð en heimilt verður að flytja tíma á milli umferða.

Röð þingflokkanna verður þessi í öllum umferðum: Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Framsóknarflokkur, Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndi flokkurinn. Í þriðju umferð tala þó málshefjandi og utanríkisráðherra í lok umræðunnar fyrir hönd sinna flokka.