leynisamningar með varnarsamningnum 1951.
Virðulegi forseti. Þetta hefur verið athyglisverð umræða, að síðustu ræðu undanskilinni. Það er full ástæða til að fara yfir þetta mál eins og gert hefur verið í dag. Það má auðvitað ekki gleyma því að þrír stjórnmálaflokkar, allan þann tíma sem varnarsamningurinn var í gildi, hafa borið ábyrgð á framkvæmd hans. Hvaða flokkar eru það nú? Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn gamli, sem lifir að einhverju leyti í Samfylkingunni. (Gripið fram í.) Þessi 56 ár, virðulegi forseti, var Alþýðuflokkurinn með utanríkisráðuneytið í 24 ár og Framsóknarflokkurinn í 24 ár. (Gripið fram í.) Ef hv. þingmaður vill kvarta yfir því að meðan hann sem ráðherra fékk ekki upplýsingar um eitthvað í þessu efni og hefur ekki vitað um leynisamningana eða það sem í þeim stendur þá legg ég til að hann tali um það þegar hann sem ráðherra hafði ekki upplýsingar um þetta mál við fyrrverandi utanríkisráðherra sem annaðist þetta mál. (Gripið fram í.)
Sama er að segja um hv. þm. (Forseti hringir.) Steingrím J. Sigfússon sem var samgönguráðherra hér í ríkisstjórn. Þeir eiga að kvarta undan þessu við mennina sem sátu með þeim í ríkisstjórn. (SJS: Það er rétt.) Já, það er rétt. Það er nefnilega þannig. (SJS: Þeir hefðu mátt segja manni meira.) Þeir hefðu mátt segja manni meira, það er nefnilega það.
Hins vegar er það þannig að þetta mál var ekki kynnt utanríkismálanefnd 27. september, svo ég svari spurningu þingmannsins frá því áðan, vegna þess að Bandaríkjamenn áttu eftir að ganga frá formsatriðum til að (Gripið fram í.) gera (Gripið fram í: Voru kosningar í nánd?) þetta birtingarhæft. Við ákváðum að verða við því. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Það er rangt, hv. þingmaður, eins og næstum því allt sem þú hefur látið út úr þér í þessum sal í dag.