Skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra

Föstudaginn 09. mars 2007, kl. 16:01:46 (6087)


133. löggjafarþing — 85. fundur,  9. mars 2007.

skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra.

541. mál
[16:01]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Það sem ég sagði í ræðu minni var að þetta væru hugmyndir Ágústs Einarssonar, sem er rektor Bifrastar og hefur verið framarlega í flokki, m.a. í framtíðarhópi Samfylkingarinnar. Ég hef ekki heyrt nokkurn mann í Samfylkingunni andmæla hugmyndum hans um að flytja inn 3–10 milljónir manna. Í von um að það sé ekki mjög þokukennt fyrir hv. þm. Mörð Árnason að fara í gegnum þetta þá eru þetta einmitt hugmyndir sem koma frá Samfylkingunni.

Ágúst Einarsson flutti þetta mál í Silfri Egils og gaf síðan út bók þar sem þessar skoðanir koma fram. Ég hef ekki heyrt nokkurn mann í Samfylkingunni andmæla þessum hugmyndum. Ég gæti best trúað að slíkar hugmyndir, að flytja hér inn 3–10 milljónir manna til þess að gera Ísland hagkvæmt, ættu hljómgrunn innan Samfylkingarinnar. En ef þetta er ekki skoðun Samfylkingarinnar þá væri ágætt að það kæmi hér skýrt fram.