Tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur

Laugardaginn 17. mars 2007, kl. 18:57:26 (6837)


133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur.

591. mál
[18:57]
Hlusta

Einar Oddur Kristjánsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég flyt breytingartillögu á þskj. 1329. Tilgangur hennar er að lögfesta breytingu á lögum um tekjuskatt. Þannig háttar til að skattlagning af arði af veiðifélögum hefur verið mismunandi í gegnum árin, þ.e. bændur sem stunda landbúnað hafa mátt greiða af þessu tekjuskatt en þeir sem ekki stunda landbúnað þurfa ekki að borga nema 10%. Þetta hefur áður komið til umræðu og ég ætla að fyrst og fremst fyrir mistök hafi ekki tekist að fá þetta lögfest. Þetta er réttlætismál sem menn hafa mörg ár rætt hér og því flyt ég þessa breytingartillögu núna.