heilsugæsla í Grafarholti.
Virðulegi forseti. Ég vil þakka þessa fyrirspurn og svör ráðherra. Það kom m.a. fram að Grafarholtið tilheyrir heilsugæslustöðinni í Árbæ og það kom líka fram að heilsugæslan í Árbæ býr við afar þröngan kost, í algerlega ófullnægjandi húsnæði sem hún hefur búið í lengi. Ekki hefur kostur hennar batnað með því að bæta Grafarholtinu og Norðlingaholtinu við og þjóna þessum nýju svæðum. Ég fagna því yfirlýsingu hæstv. heilbrigðisráðherra um byggingu eða flutning stöðvarinnar í nýtt húsnæði, en það kom fram að hún muni flytja inn í byrjun árs 2008.
En þá spyr ég hæstv. ráðherra: Hefur verið tryggt fjármagn til þessa flutnings þannig að af þeim flutningi geti orðið á næsta ári og stöðin flust inn í byrjun árs 2008? Hefur verið tryggt fjármagn til þess í fjárlögum?