30. FUNDUR
mánudaginn 20. nóv.,
kl. 3 síðdegis.
Varamaður tekur þingsæti.
Forseti las bréf þess efnis að Kolbrún Baldursdóttir tæki sæti Geirs H. Haardes, 1. þm. Reykv. s.
Kolbrún Baldursdóttir, 1. þm. Reykv. s., undirritaði drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.
Tilkynning um úrsögn úr þingflokki.
Forseti las bréf frá Valdimar L. Friðrikssyni þar sem hann tilkynnti úrsögn sína úr þingflokki Samfylkingarinnar og Samfylkingunni.
Mannabreytingar í nefndum.
Forseti tilkynnti að borist hefði ósk frá þingflokki Samfylkingarinnar um eftirfarandi mannabreytingar í nefndum:
Helgi Hjörvar taki sæti Valdimars L. Friðrikssonar í félagsmálanefnd og Einar Már Sigurðarson taki sæti Valdimars L. Friðrikssonar í landbúnaðarnefnd.
[15:05]
Fyrirspurnir til ráðherra skv. 7. mgr. 49. gr. þingskapa.
Niðurgreiðsla á raforku til húshitunar.
Spyrjandi var Kristján L. Möller.
Samgöngur til Vestmannaeyja.
Spyrjandi var Hjálmar Árnason.
Hlutafélag um Flugmálastjórn.
Spyrjandi var Jón Bjarnason.
Rannsókn sakamála.
Spyrjandi var Jóhanna Sigurðardóttir.
Breyting á IX. viðauka við EES-samninginn, frh. fyrri umr.
Stjtill., 348. mál (fjármálaþjónusta). --- Þskj. 377.
Breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn, frh. fyrri umr.
Stjtill., 349. mál (félagaréttur). --- Þskj. 378.
Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Tollabandalags Suður-Afríkuríkja, frh. fyrri umr.
Stjtill., 351. mál. --- Þskj. 381.
Mannanöfn, frh. 1. umr.
Frv. BIH o.fl., 339. mál (afnám mannanafnanefndar). --- Þskj. 362.
Virðisaukaskattur, frh. 1. umr.
Frv. ÁI o.fl., 338. mál (almenningsvagnar). --- Þskj. 361.
Landsvirkjun, 1. umr.
Stjfrv., 364. mál (eignarhald og fyrirsvar). --- Þskj. 396.
[17:34]
[17:55]
[19:54]
[Fundarhlé. --- 19:58]
Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.
Breyting á lögum á orkusviði, 1. umr.
Stjfrv., 365. mál (eignarhlutir ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja, Orkubúi Vestfjarða og Rarik). --- Þskj. 397.
Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.
Orkustofnun, 1. umr.
Stjfrv., 367. mál (tilfærsla vatnamælinga, gagnaöflun um orkulindir o.fl.). --- Þskj. 399.
Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.
Út af dagskrá voru tekin 10.--14. mál.
Fundi slitið kl. 22:16.
---------------