31. FUNDUR
þriðjudaginn 21. nóv.,
kl. 1.30 miðdegis.
Tilkynning um dagskrá.
Forseti tilkynnti að að loknum atkvæðagreiðslum færi fram umræða utan dagskrár að beiðni hv. 8. þm. Norðvest.
Athugasemdir um störf þingsins.
Vatnstjón á mannvirkjum á Keflavíkurvelli.
Málshefjandi var Jón Gunnarsson.
Landsvirkjun, frh. 1. umr.
Stjfrv., 364. mál (eignarhald og fyrirsvar). --- Þskj. 396.
Breyting á lögum á orkusviði, frh. 1. umr.
Stjfrv., 365. mál (eignarhlutir ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja, Orkubúi Vestfjarða og Rarik). --- Þskj. 397.
Orkustofnun, frh. 1. umr.
Stjfrv., 367. mál (tilfærsla vatnamælinga, gagnaöflun um orkulindir o.fl.). --- Þskj. 399.
Umræður utan dagskrár.
Þróun í fjarskiptaþjónustu eftir einkavæðingu Símans.
Málshefjandi var Jón Bjarnason.
Ársreikningar, 1. umr.
Stjfrv., 302. mál (vanskil á ársreikningi). --- Þskj. 317.
Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.
Skráning og mat fasteigna, 1. umr.
Stjfrv., 350. mál (framlenging umsýslugjalds). --- Þskj. 379.
Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.
Olíugjald og kílómetragjald o.fl., 1. umr.
Stjfrv., 357. mál (refsiákvæði og tímabundin lækkun olíugjalds). --- Þskj. 388.
[16:03]
Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.
Aukatekjur ríkissjóðs, 1. umr.
Stjfrv., 358. mál (löggilding starfsheitis grafískra hönnuða). --- Þskj. 389.
Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.
Vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., 1. umr.
Stjfrv., 359. mál (framlenging tímabundinnar lækkunar gjalds). --- Þskj. 390.
Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.
Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, 1. umr.
Stjfrv., 374. mál (skuldabréfaeign lífeyrissjóða). --- Þskj. 408.
Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.
Afnám verðtryggingar lána, fyrri umr.
Þáltill. SigurjÞ o.fl., 10. mál. --- Þskj. 10.
Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.
Samkeppnislög, 1. umr.
Frv. BjarnB o.fl., 11. mál (mat á lögmæti samruna). --- Þskj. 11.
Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.
Stjórnarskipunarlög, frh. 1. umr.
Frv. KHG, 12. mál (bráðabirgðalög, þingseta ráðherra). --- Þskj. 12.
Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.
Út af dagskrá var tekið 10. mál.
Fundi slitið kl. 19:50.
---------------