Þjóðskjalasafn Íslands

Fimmtudaginn 17. apríl 2008, kl. 21:22:28 (6689)


135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

Þjóðskjalasafn Íslands.

544. mál
[21:22]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Þessi dagur er hér búinn að vera fullkominn skrípaleikur hvað varðar dagskrá og fyrirkomulag vinnunnar. Þetta atvik sem hér á sér stað er til að kóróna þá vitleysu. Hér hefur verið rúmsterað fram og til baka með dagskrána, skipulag allra þeirra þingmanna sem tekið hafa þátt í umræðunni hefur þurft að víkja fyrir einhverri hentistefnu eða þörfum ráðherranna.

Hér legg ég fram fyrirspurnir til hæstv. menntamálaráðherra út af því frumvarpi sem hún mælti fyrir rétt í þessu um Þjóðskjalasafn Íslands. Ég er ekki fyrr búin að ljúka máli mínu þar sem ég hef raðað þessum fyrirspurnum og borið þær upp fyrir hæstv. menntamálaráðherra en mér er tilkynnt að engir fleiri hafi kvatt sér hljóðs.

Hvar er hæstv. menntamálaráðherra, hæstv. forseti? Ég krefst þess að fá hæstv. menntamálaráðherra hér í salinn til að ræða við mig þau álitamál sem ég reifaði í ræðu minni. Allt annað er lítilsvirðing, ekki bara við mig sem þingmann heldur við þingið sem löggjafarsamkundu Íslands. (Gripið fram í.)