Þjóðskjalasafn Íslands

Fimmtudaginn 17. apríl 2008, kl. 21:23:42 (6690)


135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

Þjóðskjalasafn Íslands.

544. mál
[21:23]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Fyrr í vetur voru uppi miklar heitstrengingar um það hversu vel hin nýju þingsköp ættu að nýtast forseta sem skipuleggjanda vinnunnar í þinginu til að hér mætti ná málum fram, klára þau, ræða þau í heild, meira að segja málefnum ráðherra var raðað á sama dag, ráðherrar áttu að vera viðstaddir og það átti að vera hægt að klára málin.

Hér hefur umræðunni í dag í þrígang verið slitið í miðjum klíðum, algerlega í miðjum klíðum. Ég hef aldrei á minni lífsfæddri ævi upplifað annað eins skipulagsleysi og vanvirðingu á störfum og tíma þeirra sem hér vinna.