Þjóðskjalasafn Íslands

Fimmtudaginn 17. apríl 2008, kl. 21:29:24 (6695)


135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

Þjóðskjalasafn Íslands.

544. mál
[21:29]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Fyrir okkur sem oft ræddum um fundarstjórn forseta á síðasta kjörtímabili er skemmtilegt að heyra stórkostlegar ræður hér um að aldrei fyrr hafi annað eins tíðkast og að þetta sé einhver svívirðilegasta framkoma við þingmenn sem orðið hafi frá upphafi (Gripið fram í.) Alþingis hins nýja. (ÁI: … þingsköpum, áttu þau ekki að redda þessu?) Hitt verð ég þó að votta að það hafa orðið einhvers konar mistök hér í skipulagningu þessa dags í dag. Til dæmis var hér umræða sem ég ætlaði að taka þátt í um opinbera háskóla. Hún hófst fyrir hádegi eða átti að hefjast fyrir hádegi og nú eru líkur á að hún standi hugsanlega fram á næsta dag.

Þetta þótti okkur nú ekki mikið fyrir kosningar satt að segja en þetta er vissulega ekki heppilegt og ég verð að taka undir kvartanir manna með það. Hins vegar vil ég hrósa forseta fyrir (Forseti hringir.) þau viðbrögð að fresta umræðunni í því óheppilega tilviki sem áðan var og tel að þar hafi hann brugðist rétt við og drengilega.