Þjóðskjalasafn Íslands

Fimmtudaginn 17. apríl 2008, kl. 21:31:50 (6697)


135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

Þjóðskjalasafn Íslands.

544. mál
[21:31]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mér er bæði ljúft og skylt að þakka hæstv. forseta fyrir viðbrögð hans við því að umræðu um Þjóðskjalasafn verði frestað og að framhald verði á 1. umr.

Hæstv. menntamálaráðherra sýndi, eins og ég sagði áðan, þinginu þá lítilsvirðingu að ganga út úr húsi meðan ég stóð hér í miðjum klíðum með (Gripið fram í.) spurningar til hennar í annað sinn í dag, sem er rétt — og ég lýsi því yfir að hér situr löggjafarsamkoma þjóðarinnar í viðjum ríkisstjórnarinnar og það er bara skömm að því, hæstv. forseti, — og því vil ég gera kröfu um það að umræðunni um opinberu háskólanna verði líka frestað. Það er ekkert annað boðlegt. Ég óska eftir því að hæstv. forseti gefi yfirlýsingu um það hér úr þessum sama forsetastóli að þeirri umræðu verði líka frestað því auðvitað á hæstv. menntamálaráðherra ekkert annað skilið eftir þessa framkomu í dag.