Þjóðskjalasafn Íslands

Fimmtudaginn 17. apríl 2008, kl. 21:34:42 (6700)


135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

Þjóðskjalasafn Íslands.

544. mál
[21:34]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég hlýt að biðja um svör við því hvernig á að halda þessum fundi hér áfram í kvöld. Ég kom til þings í morgun klukkan hálfellefu og þá lá fyrir dagskrá. Nú er búið að hlaupa, eins og hér hefur verið skýrt, fram og til baka í henni allri.

Ég hef verið að bíða svolítið eftir 10. dagskrármálinu, umferðarlögum, en í morgun fór fram sérstök atkvæðagreiðsla, afbrigði, um hvort leyft yrði að ræða það. Ég spyr því hæstv. forseta: Hvenær á að ræða þetta mál sem var samþykkt í morgun að ræða? Er það einhvern tímann eftir miðnætti?

Ég spyr hvernig eigi að halda þessum fundi áfram, herra forseti, og ég styð þær tillögur sem hér hafa komið fram um að fundinum verði í heild frestað því þetta er ekki boðleg framganga lengur á þessum degi. Það er nóg komið af þessum fíflaskap, vil ég leyfa mér að segja.