135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

288. mál
[18:23]
Hlusta

Einar Már Sigurðarson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þá greiðum við atkvæði um fjórða skólamálafrumvarpið í dag sem rammar í raun og veru inn öll hin þrjú frumvörpin. Hér kemur fram hinn mikli metnaður núverandi ríkisstjórnar í garð skólakerfisins. (Gripið fram í.) Hér er verið að leggja grunn að því að kennarar leik-, grunn- og framhaldsskóla hafi allir meistarapróf að baki námi sínu. Með þessu frumvarpi er verið, ásamt hinum frumvörpunum, að staðfesta þann metnað sem fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að stórefla menntun í landinu, stórauka það fjármagn sem rennur til menntakerfisins þannig að hinum svartsýnustu draumum sumra stjórnarandstæðinga um að fjármagn streymi ekki í menntakerfið er vísað algerlega á bug. Ef hv. þingmenn færu glöggt í gegnum frumvörpin sæju þeir vel hvílíkur metnaður er hér á ferð og ég trúi því (Forseti hringir.) og treysti að stjórnarandstaðan nái áttum í þessu frumvarpi.