135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

288. mál
[18:30]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Það er tillaga mín í gegnum þetta breytingartillöguskjal 1069 að starfsheiti starfs- og námsráðgjafa verði löggilt og að þessi lög fjalli um náms- og starfsráðgjafa á sama hátt og þau fjalla um kennara og skólastjórnendur við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. 6. gr. er fyrsta greinin sem lýtur að þessari breytingu. Þær koma síðan nokkuð margar á eftir í þessu skjali en þær lúta í meginatriðum, eins og áður sagði, að því að náms- og starfsráðgjafar verði löggilt starfsgrein innan skólakerfisins okkar og þar af leiðandi eigi þetta frumvarp við um þá starfsstétt eins og aðrar sem það fjallar um.