Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 11. október 2007, kl. 18:54:44 (463)


135. löggjafarþing — 8. fundur,  11. okt. 2007.

stjórn fiskveiða.

91. mál
[18:54]
Hlusta

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Forseti. Það er réttur skilningur sem ráðherra lagði í orð mín áðan að ég mun ekki leggjast gegn því að fella niður veiðigjald á þeirri forsendu eins og ég margítrekaði áðan að ég tel það styrkja eignarhaldið á heimildunum í sessi. Mér finnst slæmt þegar menn eru farnir að líta svo á að úr því að þeir séu búnir að leigja slíkar heimildir í mörg ár geti þeir litið á þær sem sína eign. Það vil ég ekki.

Ég vil undirstrika það líka að þessi lækkun er ekki til frambúðar. Það kemur hér fram að þetta sé ætlað fyrir fiskveiðiárið 2007/2008 og fiskveiðiárið 2008/2009. Það er því ekki ætlunin í sjálfu sér að draga úr ferðinni hvað þetta varðar og líklega verður þetta lagt á að nýju á fiskveiðiárinu 2009/2010 svo framarlega sem menn telja ástæðu til að gera það vegna ástands fiskstofnsins.