stjórn fiskveiða.
Frú forseti. Veiðileyfagjaldið var í raun og veru ekki niðurstaða einhvers samkomulags á milli útgerðar og — ja ég veit ekki hverra. Þetta var niðurstaða auðlindanefndar sem skipuð var af ríkisstjórn á sínum tíma. Sumir voru mjög ósáttir við þá niðurstöðu af því að þeim fannst hún ekki vera nógu afmarkandi og skýr um þetta eða koma nóg inn á auðlindir almennt og umræðu um auðlindir í samfélaginu.
En ég get aldrei skilið að veiðigjald sem verið er að greiða til þjóðarinnar tákni það að sá sem greiði það eigi orðið fiskinn í sjónum, þann fisk sem hann er að veiða eða þann stofn sem hann er að veiða úr. Ég næ því alls ekki, frú forseti.