aukinn þorskafli á fiskveiðiárinu 2007/2008.
Hæstv. forseti. Mig langar aðeins til að bæta smáánægjutíðindum inn í allar þessar hörmungar sem verið er að ræða um, að fiskverð hefur hækkað töluvert mikið undanfarið og ég vona að fiskverð muni halda áfram að hækka, jafnvel meira en um 30%, sem mundi nú gera töluvert mikið.
Svo langar mig til að spyrja hv. þm. Guðjón Arnar Kristjánsson að einu í sambandi við togararallið: Er rétt að afleggja það eða breyta því? Eru allar þær slóðir sem dregið er eftir núna vitlausar slóðir, á að fara nýjar slóðir? Þessar spurningar hafa (Forseti hringir.) vaknað hjá mér nú í umræðunni.