Aukinn þorskafli á fiskveiðiárinu 2007/2008

Fimmtudaginn 11. október 2007, kl. 22:39:44 (528)


135. löggjafarþing — 8. fundur,  11. okt. 2007.

aukinn þorskafli á fiskveiðiárinu 2007/2008.

5. mál
[22:39]
Hlusta

Flm. (Guðjón A. Kristjánsson) (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er ekki búinn að fá útprentaða ræðu mína frá því þegar ég mælti fyrir þessu máli en ég minnist þess ekki að ég hafi minnst sérstaklega á veður og regn. (JónG: Ég hjó sérstaklega eftir þessu.) Ég held að það hafi verið Grétar Mar Jónsson sem minntist á það, (JónG: Jæja, Grétar þá, fyrirgefðu.) ég hygg að það hafi verið svo.