Fundargerð 135. þingi, 3. fundi, boðaður 2007-10-03 13:30, stóð 13:31:09 til 15:45:18 gert 4 9:11
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

3. FUNDUR

miðvikudaginn 3. okt.,

kl. 1.30 miðdegis.

Dagskrá:

Fjarvistarleyfi:


Tilkynning um embættismenn fastanefnda.

[13:31]

Forseti kynnti kosningu embættismanna eftirfarandi fastanefnda:

Efnahags- og skattanefnd: Pétur H. Blöndal formaður og Ellert B. Schram varaformaður.

Viðskiptanefnd: Ágúst Ólafur Ágústsson formaður og Guðfinna S. Bjarnadóttir varaformaður.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd: Arnbjörg Sveinsdóttir formaður og Karl V. Matthíasson varaformaður.

Samgöngunefnd: Ólöf Nordal varaformaður.


Tilkynning um dagskrá.

[13:31]

Forseti tilkynnti að tvær umræður utan dagskrár færu fram á fundinum; hin fyrri að beiðni hv. 4. þm. Norðaust. og hin síðari að beiðni hv. 3. þm. Suðurk.

[13:32]

Útbýting þingskjala:


Kosning sjö alþingismanna og jafnmargra varamanna í Þingvallanefnd, til upphafs næsta þings, skv. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 47 1. júní 2004, um þjóðgarðinn á Þingvöllum.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Björn Bjarnason (A),

Kjartan Ólafsson (A),

Kolbrún Halldórsdóttir (B),

Arnbjörg Sveinsdóttir (A),

Össur Skarphéðinsson (A),

Bjarni Harðarson (B),

Lúðvík Bergvinsson (A).

Varamenn:

Birgir Ármannsson (A),

Björk Guðjónsdóttir (A),

Katrín Jakobsdóttir (B),

Illugi Gunnarsson (A),

Ásta R. Jóhannesdóttir (A),

Guðjón A. Kristjánsson (B),

Katrín Júlíusdóttir (A).


Kosning aðalmanns í bankaráð Seðlabanka Íslands í stað Jóns Þórs Sturlusonar til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, skv. 26. gr. laga nr. 36 22. maí 2001 um Seðlabanka Íslands.

Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosin væri án atkvæðagreiðslu:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur.

Þar sem varamaður hafði verið kosinn aðalmaður lagði forseti til að kosinn yrði nýr varamaður í hans stað. Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosin væri án atkvæðagreiðslu:

Guðný Hrund Karlsdóttir viðskiptafræðingur.


Kosning aðalmanns í yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis í stað Margrétar Maríu Sigurðardóttur til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, skv. 13. gr. laga nr. 24 16. maí 2000, um kosningar til Alþingis.

Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosinn væri án atkvæðagreiðslu:

Ólafur Rúnar Ólafsson lögmaður.


Kosning aðalmanns í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. í stað Jóns Ásgeirs Sigurðssonar fram að næsta aðalfundi, skv. 8. gr. laga nr. 6 1. febr. 2007, um Ríkisútvarpið ohf.

Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosin væri án atkvæðagreiðslu:

Margrét Frímannsdóttir.


Umræður utan dagskrár.

Horfur í efnahagsmálum og hagstjórn.

[13:36]

Málshefjandi var Steingrímur J. Sigfússon.


Umræður utan dagskrár.

Mótvægisaðgerðir.

Málshefjandi var Guðni Ágústsson.

[14:39]

[15:43]

Útbýting þingskjala:

Fundi slitið kl. 15:45.

---------------