Fundargerð 135. þingi, 14. fundi, boðaður 2007-10-30 13:30, stóð 13:30:02 til 18:01:48 gert 31 7:54
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

14. FUNDUR

þriðjudaginn 30. okt.,

kl. 1.30 miðdegis.

Dagskrá:

Aðalmenn taka sæti á ný:

Fjarvistarleyfi:


Minning Kristínar S. Kvaran.

[13:30]

Forseti minntist Kristínar S. Kvaran, fyrrverandi alþingismanns, sem lést 28. okt. sl.


Varamenn taka þingsæti.

[13:35]

Forseti gat þess að bréf hefðu borist um að Dögg Pálsdóttir tæki sæti Ástu Möller, Erla Ósk Ásgeirsdóttir tæki sæti Birgis Ármannssonar, Valgerður Bjarnadóttir tæki sæti Helga Hjörvars, Róbert Marshall tæki sæti Björgvins G. Sigurðssonar og Guðný Helga Björnsdóttir tæki sæti Einars K. Guðfinnssonar.

Dögg Pálsdóttir, 7. þm. Reykv. s., Erla Ósk Ásgeirsdóttir, 9. þm. Reykv. s., Valgerður Bjarnadóttir, 7. þm. Reykv. n., Guðný Helga Björnsdóttir, 5. þm. Norðvest., og Róbert Marshall, 2. þm. Suðurk., undirrituðu drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.

[13:39]

Útbýting þingskjala:


Athugasemdir um störf þingsins.

Afstaða heilbrigðisráðherra til áfengisfrumvarpsins.

[13:39]

Málshefjandi var Björn Valur Gíslason.


Hlutdeild sveitarfélaga í skatttekjum, fyrri umr.

Þáltill. MS o.fl., 9. mál. --- Þskj. 9.

[14:03]

Umræðu lokið.
Tillagan gengur til síðari umræðu og félmn.


Hreyfiseðlar í heilbrigðiskerfinu, fyrri umr.

Þáltill. ÁRJ, 32. mál. --- Þskj. 32.

[14:55]

Umræðu lokið.
Tillagan gengur til síðari umræðu og heilbrn.


Iðnaðarmálagjald, 1. umr.

Frv. PHB og SKK, 11. mál (brottfall laganna). --- Þskj. 11.

[15:34]

Umræðu lokið.
Frumvarpið gengur til 2. umræðu og efh.- og skattn.


Lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, fyrri umr.

Þáltill. ÁÓÁ o.fl., 7. mál. --- Þskj. 7.

[15:59]

Umræðu lokið.
Tillagan gengur til síðari umræðu og allshn.


Íslenska táknmálið, 1. umr.

Frv. KaJúl o.fl., 12. mál (heildarlög). --- Þskj. 12.

og

Breyting á ýmsum lögum vegna íslenska táknmálsins, 1. umr.

Frv. KaJúl o.fl., 17. mál. --- Þskj. 17.

[16:17]

Umræðu lokið.
Frumvörpin ganga til 2. umræðu og menntmn.

[16:55]

Útbýting þingskjala:


Lagaákvæði um almenningssamgöngur, 1. umr.

Frv. ÁI og ÁÞS, 23. mál (endurgreiðsla virðisaukaskatts og olíugjalds). --- Þskj. 23.

[16:55]

Umræðu lokið.
Frumvarpið gengur til 2. umræðu og efh.- og skattn.


Lánamál og lánakjör einstaklinga, fyrri umr.

Þáltill. JM o.fl., 20. mál. --- Þskj. 20.

[17:05]

Umræðu lokið.
Tillagan gengur til síðari umræðu og viðskn.

Út af dagskrá voru tekin 6., 10. og 12.--18. mál.

Fundi slitið kl. 18:01.

---------------