Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 117. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 118 — 117. mál.
um að efla kennslu í heilbrigðisvísindum í Háskólanum á Akureyri.
Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að sjá til þess að á kjörtímabilinu verði kennsla í heilbrigðisvísindum efld í Háskólanum á Akureyri.
Á undanförnum árum hefur skortur á hjúkrunarfræðingum aukist og er talið að um 800 hjúkrunarfræðinga vanti á landinu öllu svo að þörfum heilbrigðiskerfisins sé fullnægt. Samkvæmt skýrslu Samtaka atvinnulífsins er gert ráð fyrir að meðalævi einstaklinga hér á landi lengist um sjö ár til ársins 2050. Þessar miklu breytingar á lýðfræði þjóðarinnar munu reyna á háskóla og menntakerfi landsins. Stjórnvöld og háskólar þurfa að bregðast við stóraukinni þörf fyrir sérfræðistörf í heilbrigðisvísindum.
Á landsbyggðinni vantar mikið af hjúkrunarfræðingum svo og ljósmæður og lækna. Þar sem mikil uppbygging er fram undan á þjónustu við aldraða er ljóst að enn þarf að efla kennslu í heilbrigðisvísindum. Það gefur auga leið að erfitt er að veita heilbrigðisþjónustu þegar starfsfólk vantar. Í heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri eru tvær greinar heilbrigðisvísinda kenndar, þ.e. hjúkrunarfræði og iðjuþjálfun. Nemendur í hjúkrunarfræði og iðjuþjálfun sækja verknám einkum til Sjúkrahússins á Akureyri en einnig til heilbrigðisstofnana víða um land, m.a. á höfuðborgarsvæðinu. Brautskráðir hjúkrunarfræðingar og iðjuþjálfar frá Háskólanum á Akureyri starfa á heilbrigðisstofnunum um allt land og víst er að mikil óvissa ríkti um mönnun á mörgum heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni ef starfskrafta brautskráðra frá Háskólanum á Akureyri nyti ekki við.
Lagt er til að kennsla í heilbrigðisvísindum verði efld í Háskólanum á Akureyri, námsplássum í hjúkrun verði fjölgað og lagt mat á hvort rétt sé að hefja kennslu í fleiri námsgreinum heilbrigðisvísinda. Við það verði miðað að nýjar leiðir verði nýttar í uppbyggingu náms í heilbrigðisvísindum, þannig að eins stór hluti og hægt er byggist á sameiginlegum grunni.
Framhaldsnámi í heilbrigðisvísindum, svo sem í „dreifbýlislækningum og hjúkrun“, verði og komið á fót. Rannsóknir hafa sýnt að nemendur brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri setjast frekar að á landsbyggðinni. Í könnun sem Háskólinn á Akureyri gerði nýverið kom fram að 75% brautskráðra frá háskólanum búa og starfa á landsbyggðinni. Í annarri könnun, sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lét gera, kom í ljós að 80% brautskráðra hjúkrunarfræðinga frá Háskólanum á Akureyri starfa við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni. Niðurstöður þessara athugana sýna að áhrifaríkasta leiðin til að draga úr skorti á sérmenntuðu starfsfólki í heilbrigðiskerfinu á landsbyggðinni er að efla nám í heilbrigðisvísindum í Háskólanum á Akureyri.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 118 — 117. mál.
Tillaga til þingsályktunar
um að efla kennslu í heilbrigðisvísindum í Háskólanum á Akureyri.
Flm.: Þorvaldur Ingvarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Björn Valur Gíslason, Þuríður Backman, Einar Már Sigurðarson, Valgerður Sverrisdóttir, Höskuldur Þórhallsson, Birkir J. Jónsson.
Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að sjá til þess að á kjörtímabilinu verði kennsla í heilbrigðisvísindum efld í Háskólanum á Akureyri.
Greinargerð.
Á undanförnum árum hefur skortur á hjúkrunarfræðingum aukist og er talið að um 800 hjúkrunarfræðinga vanti á landinu öllu svo að þörfum heilbrigðiskerfisins sé fullnægt. Samkvæmt skýrslu Samtaka atvinnulífsins er gert ráð fyrir að meðalævi einstaklinga hér á landi lengist um sjö ár til ársins 2050. Þessar miklu breytingar á lýðfræði þjóðarinnar munu reyna á háskóla og menntakerfi landsins. Stjórnvöld og háskólar þurfa að bregðast við stóraukinni þörf fyrir sérfræðistörf í heilbrigðisvísindum.
Á landsbyggðinni vantar mikið af hjúkrunarfræðingum svo og ljósmæður og lækna. Þar sem mikil uppbygging er fram undan á þjónustu við aldraða er ljóst að enn þarf að efla kennslu í heilbrigðisvísindum. Það gefur auga leið að erfitt er að veita heilbrigðisþjónustu þegar starfsfólk vantar. Í heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri eru tvær greinar heilbrigðisvísinda kenndar, þ.e. hjúkrunarfræði og iðjuþjálfun. Nemendur í hjúkrunarfræði og iðjuþjálfun sækja verknám einkum til Sjúkrahússins á Akureyri en einnig til heilbrigðisstofnana víða um land, m.a. á höfuðborgarsvæðinu. Brautskráðir hjúkrunarfræðingar og iðjuþjálfar frá Háskólanum á Akureyri starfa á heilbrigðisstofnunum um allt land og víst er að mikil óvissa ríkti um mönnun á mörgum heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni ef starfskrafta brautskráðra frá Háskólanum á Akureyri nyti ekki við.
Lagt er til að kennsla í heilbrigðisvísindum verði efld í Háskólanum á Akureyri, námsplássum í hjúkrun verði fjölgað og lagt mat á hvort rétt sé að hefja kennslu í fleiri námsgreinum heilbrigðisvísinda. Við það verði miðað að nýjar leiðir verði nýttar í uppbyggingu náms í heilbrigðisvísindum, þannig að eins stór hluti og hægt er byggist á sameiginlegum grunni.
Framhaldsnámi í heilbrigðisvísindum, svo sem í „dreifbýlislækningum og hjúkrun“, verði og komið á fót. Rannsóknir hafa sýnt að nemendur brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri setjast frekar að á landsbyggðinni. Í könnun sem Háskólinn á Akureyri gerði nýverið kom fram að 75% brautskráðra frá háskólanum búa og starfa á landsbyggðinni. Í annarri könnun, sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lét gera, kom í ljós að 80% brautskráðra hjúkrunarfræðinga frá Háskólanum á Akureyri starfa við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni. Niðurstöður þessara athugana sýna að áhrifaríkasta leiðin til að draga úr skorti á sérmenntuðu starfsfólki í heilbrigðiskerfinu á landsbyggðinni er að efla nám í heilbrigðisvísindum í Háskólanum á Akureyri.